Finnbogi rammi

Finnbogi rammi er aðalsöguhetjan í Íslendingasögu þeirri sem við hann er kennd, Finnboga sögu ramma. Hann er sagður hafa fæðst á Eyri á Flateyjardal á tíundu öld og verið sonur stórbóndans Ásbjarnar dettiáss er þar bjó. Hann var borinn út, en Gestur og Syrpa, ábúendur á Tóftum á Flateyjardal, fundu hann þar sem hann lá reifaður í urð, og ólu hann upp. Var hann í fyrstu kenndur við fundarstaðinn og nefndur Urðarköttur. Nafnið Finnbogi hlaut hann eftir að hafa bjargað manni þeim úr sjávarháska er Finnbogi hét, en sá gaf upp öndina og gaf Urðarketti nafn sitt að launum fyrir björgunina.

Viðurnefnið „hinn rammi“ hlaut hann vegna líkamlegs atgervis síns. Hann var vígamaður og drap marga menn, bæði á Íslandi og í Noregi.

TengillBreyta

   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.