Finnbogi rammi er aðalsöguhetjan í Íslendingasögu þeirri sem við hann er kennd, Finnboga sögu ramma. Hann er sagður hafa fæðst á Eyri á Flateyjardal á tíundu öld og verið sonur stórbóndans Ásbjarnar dettiáss er þar bjó.[1] Hann var borinn út, en Gestur og Syrpa, ábúendur á Tóftum á Flateyjardal, fundu hann þar sem hann lá reifaður í urð, og ólu hann upp.[2] Var hann í fyrstu kenndur við fundarstaðinn og nefndur Urðarköttur.[3] Nafnið Finnbogi hlaut hann eftir að hafa bjargað manni þeim úr sjávarháska er Finnbogi hét, en sá gaf upp öndina og gaf Urðarketti nafn sitt að launum fyrir björgunina.[4]

Viðurnefnið „hinn rammi“ hlaut hann vegna líkamlegs atgervis síns. Hann var vígamaður og drap marga menn, bæði á Íslandi og í Noregi.[5]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 6. kafli. Finnboga saga.
  2. 3. kafli. Finnboga saga
  3. 4. kafli. Finnboga saga.
  4. 9. kafli. Finnboga saga
  5. 20. kafli. Finnboga saga.

Heimildir

breyta
  • „Finnboga saga ramma“. www.snerpa.is. Sótt 15. september 2023.
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.