Þórarinn Hjartarson (sagnfræðingur)

Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur og plötusmiður, er fæddur á Tjörn í Svarfaðardal 5.12. 1950. Foreldrar, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996) og Sigríður Hafstað (1927).

Þórarinn Hjartarson
Hljómdiskur Ragnheiðar Ólafsdóttur og Þórarins Hjartarsonar með textum Páls Ólafssonar.

Nám og störf

breyta

Þórarinn lauk stúdentsprófi frá MA 1971. Síðan stundaði hann nám við Landbúnaðarháskólann að Sketlein í Noregi og útskrifaðist þaðan. Hann lauk námi í plötusmíði við Iðnskólann á Akureyri 1978. Síðar innritaðist hann í Óslóarháskóla og lauk þaðan mastersprófi í sagnfræði 1991 með áherslu á Sögu Sovíetríkjanna. Lokaverkefni hans var Upphaf Stalínismans og túlkun hans í sagnfræði Vesturlanda. Þórarinn hefur lengst af starfað við Slippstöðina á Akureyri en einnig kennt við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar.

Ritstörf og tónlist

breyta

Þórarinn hefur stundað ritstörf, einkum á sviði sagnfræði og en einnig á sviði stjórnmála og bókmennta. Þórarinn hefur skrifað og birt tímaritsgreinar í Skírni, tímaritið Sögu og Tímarit Máls og menningar. Þar að auki fjölmargar greinar í dagblöð og netmiðla um margvísleg efni. Allmikið efni liggur einnig eftir hann í héraðsblaðinu Norðurslóð í Svarfaðardal. Hann hefur enn fremur þýtt leikrit og söngleiki fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og Ferðaleikhúsið (í Tjarnarbíói). Auk þessa hefur hann stundað þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og gert þáttaraðir um skáldin Pál Ólafsson og Stephan G. Stephansson. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og hefur víða komið fram sem trúbador og kvæðamaður og hefur samið og þýtt fjölmarga söngtexta.

Söngur riddarans

breyta

Árið 2001 gaf Þórarinn út, ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur, hljómdiskinn Söngur riddarans þar sem sungin voru 25 ljóð Páls Ólafssonar. Sjálf fluttu þau söngvana ásamt fjórum hljóðfæraleikurum. Að hluta voru notuð eldri lög og þjóðlög en við sextán ljóðanna sömdu lagasmiðir ný lög. Diskinum fylgdi bæklingur með söngljóðum Páls og dálítilli ritgerð Þórarins um skáldið.

Helstu rit

breyta
  • Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn, 1997 (með Ingibjörgu Hjartardóttur)
  • Aldarreið. Svarfdælskir hestar og hestamenn á 20. öld, 1999.
  • Skinna. Saga sútunar á Íslandi. Safn til iðnsögu Íslendinga, 2000.
  • Verkstjórar. Saga Verkstjórasambands Íslands, 2001.
  • Lítið kver um handverksmenn í Svarfaðardal, á Upsaströnd, Dalvík og Árskógsströnd (2007).
  • Eg skal kveða um eina þig alla mína daga - Ástarljóð Páls Ólafssonar (2008)
  • Mikið greinasafn Þórarins um þjóðfélagsmál er á vefsíðunni eldmessa.blogspot.is
  • Allmörg kvæði og lausavísur eftir Þórarinn eru í bókinni Krosshólshlátur (Bóksmiðjan Selfossi 2013).

Einkahagir

breyta

Fyrri kona Þórarins er Katjana Edvardsen. Börn þeirra:

Seinni kona Þórarins er Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur.

Heimildir

breyta

Æviskrár MA-stúdenta 1969-1973, 5. bindi. Ritstj. Gunnlaugur Haraldsson. Steinholt, Reykjavík, 1994