Svavar Halldórsson
Svavar Halldórsson (10. apríl 1970) er markaðsstjóri líftæknifyrirtæksins Algalífs og rekur einnig fyrirtækið Rabb ráðgjöf Geymt 7 febrúar 2022 í Wayback Machine.
Svavar er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í matarmenningu, samskiptum og markaðsfræðum frá University of Gastronomic Science á Ítalíu.[1]
Hann starfaði lengi sem fréttamaður, vaktstjóri og þáttagerðarmaður á RÚV og Stöð 2 og víðar í fjölmiðlum.[2] Svavar gerði sjónarpsþættina Íslenskur matur sem sýndir voru á RÚV[3] og eru aðgengilegir á YouTube[4]. Þá hefur hann skrifað fjölmargar blaðagreinar sem m.a. hafa birst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Bændablaðinu, Kjarnanum og víðar.[5] Hann gaf út Íslensku hamborgarabókina árið 2013.[6]
Svavar vann einnig að markaðsmálum fyrir bændur í nokkur ár[7][8] og sá þar meðal annars um stofnsetningu og rekstur markaðsstofunnar Icelandic lamb[óvirkur tengill] sem vann að markaðssetningu á íslensku lambakjöti til erlendra ferðamanna á Íslandi.[9] Svavar hefur kennt markaðsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands[10] og UNISG á Ítalíu.
Svavar situr í stjórn Hjallastefnunnar ehf.
Svavar heldur úti bloggi á vefsíðunni www.svavar.info.
Eiginkona hans er Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks.
Tilvísanir
breyta- ↑ Daðason, Kolbeinn Tumi. „Kveður sauðfjárbændur og skellir sér til Ítalíu - Vísir“. visir.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Curriculum vitae“. Svavar Halldorsson (enska). 7. nóvember 2018. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ www.ruv.is https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/islenskur-matur/20801. Sótt 7. febrúar 2022.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ „Svavar Halldorsson - YouTube“. www.youtube.com. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Articles“. Svavar Halldorsson (enska). 7. nóvember 2018. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Viðskiptablaðið - Hamborgarabók Svavars komin út“. www.vb.is (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Svavar halldórs kominn í hrútana“. hringbraut.frettabladid.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Svavar Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda“. Kjarninn. 16. apríl 2015. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Um 54% erlendra ferðamanna hafa borðað íslenskt lambakjöt einu sinni eða oftar“. www.bbl.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „UGLA - Kennsluskrá 2020-2021 > 08.94.01 Stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum“. ugla.lbhi.is. Sótt 21. mars 2022.