Stiklastaðaorrusta
(Endurbeint frá Stiklastaðarbardagi)
Stiklastaðaorrusta er bardagi sem háður var 29. júlí 1030 á Stiklastöðum í Noregi. Ólafur digri Haraldsson, konungur Noregs, var veginn í þessum bardaga og var tveimur árum seinna gerður að dýrlingnum Ólafi helga. Bardaginn er tákn fyrir innkomu kristni til Noregs.