Ólafur digri

konungur Noregs 1015-1028
(Endurbeint frá Ólafur Haraldsson)

Ólafur Haraldsson (einnig Ólafur digri og síðar Ólafur helgi; 99529. júlí 1030) var konungur Noregs 1015-1028.

Mynd af Ólafi helga í Överselo-kirkju í Svíþjóð

Ólafur kynntist kristnum sið í víkingaferðum og lét skírast í Rúðuborg í Frakklandi. Hann sneri aftur til Noregs og sameinaði landið með hernaði og samningum og lét krýna sig til konungs yfir öllum Noregi. Norskir ættarhöfðingjar gerðu uppreisn gegn honum í nafni Knúts ríka, Danakonungs. Ólafur flúði til Garðaríkis og leitaði hælis hjá Jarisleifi konungi sem kvæntur var systur hans. Hann reyndi að ná völdum aftur en féll 29. júlí 1030 í Stiklastaðarbardaga. Ólafur helgi var jarðsettur í Þrándheimi.

Ólafur er á myndum sýndur í herklæðum með ríkisepli, veldissprota og bikar - bryntröll og stríðsöxi sem voru þau vopn sem urðu honum að bana. Undir fótum hans liggur oft dreki með mannshöfuð og kórónu sem tákn um hina sigruðu heiðni.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Sveinn tjúguskegg
(Eiríkur jarl)
(Sveinn jarl)
Konungur Noregs
(1015 – 1028)
Eftirmaður:
Knútur ríki
(Hákon jarl)


   Þetta æviágrip sem tengist sögu og Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.