Höfundaréttur á Íslandi

(Endurbeint frá Íslensk höfundalög)

Höfundaréttur á Íslandi veitir hugverkahöfundum réttindi til verka sinna, verndar eignarrétt þeirra, og kveður á um hvernig megi dreifa eða nota efnið. Það er Alþingi sem fer með lög um höfundarétt, þar eru þau kölluð höfundalög. Með málefni og stjórnsýslu höfundaréttar fer mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ísland er aðili að ýmsum alþjóðlegum samningum um höfundarétt og tekur þátt í samstarfi við alþjóðahugverkastofnun Sameinuðu þjóðanna.[1]

Alþjóðlega höfundarréttarmerkið.
Skjaldarmerki Íslands.

Kjarni höfundaréttar er tvískiptur, sæmdarréttur annars vegar og fjárhagsleg réttindi hins vegar. Fjárhagslegu réttindin fela í sér einkarétt til þess að gefa út og dreifa efni. Útgáfuréttur er framseljanlegur. Sæmdarréttur er réttur höfundar til þess að njóta viðurkenningar fyrir verk sín. Hann er óframseljanlegur og varanlegur réttur höfundar. Fjárhagslegu réttindin erfast til erfingja höfundarins en sæmdarréttur er hins vegar persónubundinn réttur sem aðeins höfundurinn sjálfur nýtur.

Í núgildandi lögum eru refsiákvæði sem leyfa fangelsun í allt að tvö ár eða sektir fyrir brot á höfundarétti.

Nú stendur yfir endurskoðun höfundalaga.

Gildistími höfundaréttar á Íslandi

breyta

Höfundaréttur á Íslandi helst þangað til 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát þess höfundar sem lengst lifir. Það þýðir að deyi höfundur árið 2024 heldur dánarbúið höfundarétti út árið 2094.

Nú er höfundaréttur fallinn af verkum þeirra höfunda sem dóu árið 1953 eða fyrr.

Rétthafasamtök

breyta

Mennta- og menningamálaráðherra getur veitt rétthafasamtökum leyfi til þess að stofna til samninga, ef þau eru í forsvari fyrir stóran hluta höfunda ákveðinna verka. Þess lags samtök hafa þá leyfi til að innheimta höfundaréttartengd gjöld fyrir félagsmenn sína. Viðurkennd rétthafasamtök eru:[2]

Alþjóðlegar skuldbindingar

breyta

Ísland er aðili að nokkrum alþjóðlegum höfundaréttar-sáttmálum:[3]

Ísland tekur líka þátt í samstarfi við alþjóðahugverkastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Íslensku höfundalögin voru upprunalega sett árið 1972 og voru þróuð í sameiningu við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Þá leystu þau af hólmi nokkur lög, meðal annars lög um rithöfundarétt og prentrétt frá 1905. Þeim lögum hafði svo aftur verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars árið 1947 til að Ísland gæti orðið aðili að Bernarsambandinu.

Breytingar voru fyrst gerðar á höfundalögunum frá 1972 árið 1984 en með frumvarpi til breytingar á löggjöfinni var útskýrt að „tækniframfarir á síðari árum hafa haft í för með sér stórfellda röskun á hagsmunum og réttindum höfunda, listflytjenda og annarra rétthafa samkvæmt höfundalögum.[4] Hér var átt við margvíslega þróun sem hefur verið gefið nafnið hnattvæðing og á meðal annars við um þróun á sviði upplýsingatækni. Nokkrar breytingar voru gerðar á höfundalögunum á tíunda áratugnum eftir að Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið (EES) til að aðlagast þeim stöðlum og viðmiðunum sem krafist var með útgáfu tilskipana Evrópusambandsins.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ákvað árið 2009 að setja af stað þriggja ára endurskoðun á höfundalögum myndi fara fram í þremur skrefum og ljúka 2012.[5] Upphafleg tímaáætlun stóðst hins vegar ekki og í apríl 2015 lagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, fram frumvarp til þrennra nýrra laga um breytingar á höfundalögum.[6] Lögin voru sett 2016.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta

Fréttir og greinar

breyta

Erlent efni

breyta