Íbúprófen
Íbúprófen (selt á Íslandi undir sérlyfjaheitinu Íbúfen) er bólgueyðandi lyf notað til að meðhöndla verki, hita og bólgu. Íbúprófen má nota við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk og mígreni.[1] Íbúprófen má gefa í töfluformi, sem míxtúru eða beint í æð. Verkunartími íbúprófens er u.þ.b. korter við hausverki en getur verið allt að viku við gigt.[1] Á Íslandi jafnt sem í öðrum löndum er íbúprófen fáanlegt án lyfjaseðils.[2]
Aukaverkanir íbúprófens eru meðal annars brjóstsviði og útbrot. Íbúprófen eykur líkurnar á hjartabilun, nýrnabilun og lifrarbilun. Í litlum skömmtum virðist íbúprófen ekki auka líkurnar á hjartaáfalli en áhættan er meiri með stærri skammta. Einnig getur íbúprófen gert astma verra. Óljóst er hvort óhætt sé að taka íbúprófen snemma í meðgöngu en ekki er mælt með að taka það á seinustu mánuðum hennar.[1]
Íbúprófen virkar með því að hamla framleiðslu á próstaglandínefnum með því að draga úr virkni ensímsins sýklóoxýgenasi. Stewart Adams uppgötvaði íbúprófen árið 1961 en kom fyrst á markaðinn í Bretlandi árið 1969. Íbúprófen var skráð á Íslandi árið 1972.[1] Íbúprófen er grunnlyf samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: lyf sem hefur mest áhrif og mest þörf er á í heilbrigðiskerfinu. Íbúprófen er samheitalyf.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Íbúprófen“. Lyfja. Sótt 9. maí 2017.
- ↑ „Actavis - Íbúprófen - bólgueyðandi - verkjastillandi“. Sótt 9. maí 2017.