Mígreni
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Mígreni - nafnið er dregið af gríska orðinu hemi (hálft) og cranion (höfuð) = hemicrania. Mígreni er sérstök tegund oftast sterkra höfuðverkja og algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja stundum í æsku, oftast þó á unglingaaldri eða hjá ungum fullorðnum en sjaldnar eftir 35 ára aldur. Fólk á öllum aldri getur þó fengið mígreni.
Lýsing
breytaMígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 4-72 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og/eða hljóðfælni, auk þess fá margir ógleði og/eða uppköst. Oftast eru verkirnir einhliða í höfðinu og eru af miðlungssterkum eða sterkum toga. Rúmlega 59% af þáttakendum í einni rannsókn lýstu höfuðverknum sem mjög sárum. [1] Verkurinn er oftast á sömu hliðinni hjá sama einstaklingi en hann getur einnig færst til og verið á hinni hliðinni í öðru kasti. Verkurinn er stingandi, hamrandi, með æðaslætti (pulsatil quality) og eykst við áreynslu. Ef engin viðeigandi verkjastillandi meðul eru tekin eru flestir óvinnufærir og geta heldur ekki sinnt félagslegum skyldurm. Flestir draga sig í hlé, leggjast fyrir í rólegu og dimmu umhverfi á meðan kastið stendur yfir.
Á undan mígrenikasti fá sumir foreinkenni, svokallaða „áru“. Áran stendur venjulega yfir í fáeinar mínútur - 1 klst. Áran lýsir sér oftast í formi sjóntruflana, algengar eru einnig skyntruflanir og tal-/máltruflanir. Oftast byrjar áran sem sjóntruflun (flöktandi, zickzack línur, móðukennd eða óskýr sjón, jafnvel skammtímabundnir blindir fletir. Þar á eftir fylgir dofi, fiðringur eða náladofi sem oftast byrja í fingrum annarar hendi og fikrar sig upp eftir handleggnum upp í andlit. Stundum fylgja talörðugleikar, sjúklingurinn á erfitt með að tjá sig og einbeita. Þessar truflanir ganga yfir og eru ekki varanlegar. Oftast kemur höfuðverkurinn þegar áran er liðin hjá. Ekki skal taka "Triptan" meðul á meðan á áru stendur, þar sem áran veldur tímabundnum æðaþrengslum í heila og triptan meðul gera það einnig og bæta með því gráu ofan í svart. Auk þess eykur það hættuna á heilaslagi og kemur hvorki í veg fyrir áruna né eftirfylgjandi höfuðverk. Óhætt er að taka Triptan þegar áran er gengin yfir.
Í dæmigerðu mígreniskasti fá flestir einnig önnur foreinkenni, sem hafa þó ekkert með áru að gera (prodromal phase). Þessi foreinkenni geta verið á ýmsa vegu, t.d. þreyta eða ofvirkni, verkir í háls- og / eða hnakkavöðvum, aukin matarlyst - sérstaklega fýsni í sætindi eða kolvetni, meltingartruflanir og margt fleira. Þegar verkjakastið hefur gengið yfir, þjást margir einnig af þreytu, örmögnunartilfinningu, erfiðleikum við að einbeita sér o.fl. (postdrome phase) [2]
The Internationlal Headache Society greinir mismunandi tegundir af mígreni: [3]
- Mígreni án áru
- Mígreni með áru, hér þekkjast ýmsir undirflokkar, t.d.
- Mígreni með týpiskri áru, með eða án höfuðverks
- Mígreni með heilastofns-áru (migraine with brainstem aura)
- Mígreni með helftarlömun (hemiplegic migraine). Hér þekkjast einnig fleiri undirflokkar.
- Mígreni með áhrifum á sjónhimnu (retinal migraine)
- Krónískt Mígreni. Mígreni telst krónískt ef sjúklingurinn er með 15 eða fleiri höfuðverkjaköst á mánuði, þar af þurfa 8 verkjaköst að flokkast undir mígreni. Þetta ástand þarf að hafa staðið yfir í a.m.k. 3 mánuði.
- Mígreni aukakvillar / eftirköst - (complications of migraine). Hér þekkjast einnig ýmsir undirflokkar:
- Status migrainosus. Mígreniskastið varir lengur en 72 klst.
- Langvarandi ára án heilaslags
- Ára sem leitt hefur til heilaslags
- Flogakast af völdum áru
- Líklegt mígreni með eða án áru
- Kvillar sem eru líklega í samhengi við mígreni
- Tímabundnar truflanir í starfi meltingarfæra
- Góðkynja svimaköst
- Góðkynja hálsrígur
Tíðni
breytaÍ Evrópu er mígreni algengasti taugasjúkdómurinn. Talið er að ca. 12-20% kvenna fái mígreni og um 6-10% karla. Hjá börnum er enginn kynjabundinn munur fram að kynþroskaaldri. Það er mýta að sjúkdómurinn hætti eftir breytingarskeið hjá konum. Oft er mígreni varandi sjúkdómur sem heldur ágerist með tíð og tíma. En tíðni þess og einkenni geta þó breyst með aldri og jafnvel horfið.
Samkvæmt WHO Global Burden of Disease Study 2019 er mígreni í öðru sæti af öllum sjúkdómum hvað varðar "years lived with disability". Hjá konum undir 50 ára aldri er mígreni i fyrsta sæti. Þetta er mælikvarði sem vísar til afgerandi skörðunar á lífsgæðum, missi af heilbrigðum lifðum árum.[4]
Orsakir
breytaMígreni telst til flokksins "primary headaches", þ.e. höfuðverkurinn er sjúkdómurinn sjálfur og ekki af öðrum völdum. Þótt orsakir mígrenis séu ekki til fullu kunnar er þó líklegast að sjúkdómurinn tengist erfðabreytingum í genum, sem lýsa sér bæði í truflunum í starfi slagæða og tauga í höfðinu.
Heimildir
breyta- ↑ Porst, Michael; Wengler, Annelene; Leddin, Janko; Neuhauser, Hanne; Katsarava, Zaza; von der Lippe, Elena; Anton, Aline; Ziese, Thomas; Rommel, Alexander (9. september 2020). „Migräne und Spannungskopfschmerz in Deutschland. Prävalenz und Erkrankungsschwere im Rahmen der Krankheitslast-Studie BURDEN 2020“. doi:10.25646/6988.2.
- ↑ Giffin, Nicola J.; Lipton, Richard B.; Silberstein, Stephen D.; Olesen, Jes; Goadsby, Peter J. (19. júlí 2016). „The migraine postdrome: An electronic diary study“. Neurology (enska). 87 (3): 309–313. doi:10.1212/WNL.0000000000002789. ISSN 0028-3878. PMID 27335112.
- ↑ [1] International Classification of Headache Disorders
- ↑ Steiner, T. J.; Stovner, L. J.; Jensen, R.; Uluduz, D.; Katsarava, Z.; on behalf of Lifting The Burden: the Global Campaign against Headache (2. desember 2020). „Migraine remains second among the world's causes of disability, and first among young women: findings from GBD2019“. The Journal of Headache and Pain. 21 (1): 137. doi:10.1186/s10194-020-01208-0. ISSN 1129-2377. PMC 7708887. PMID 33267788.