Höfuðverkur
Höfuðverkur er verkur í höfði. Stundum er orsökina að finna í hálsi, baki eða nefi.
Höfuðverkur er langoftast óverulegur og ekki til marks um alvarlegt ástand. Algengustu ástæður höfuðverkjar eru streita, vökvatap og mígreni, lágur blóðsykur og kinnholsbólga. Alvarlegri ástæður höfuðverkjar eru heilahimnubólga, heilabólga, alvarlegur háþrýstingur og æðgúll eða æxli í heila.