Brjóstsviði (fræðiheiti: pyrosis) er brunatilfinning í brjóstinu eða efri hluta magans. Helsti valdur brjóstsviða er bakflæði magasafa upp í vélinda en magabólgur geta einnig valdið slíkum óþægindum.[1] Tilvik brjóstsviða eru tíðari hjá offeitum einstaklingum og þeim sem reykja. Neysla matar og drykkjar hefur einnig áhrif, enda brjóstsviði algengur eftir stórar máltíðir eða mikla neyslu kaffis eða áfengis.[1] Brjóstsviði getur verið eitt einkenni meltingartruflana.

Brjóstsviði getur oft versnað ef sjúklingurinn er liggjandi eða beygir sig niður.[1] Einkenni brjóstsviða geta lýst sér á svipaðan hátt og einkenni hjartaáfalls en hjartað og vélindað eru á sama taugastrengi.

Lyf sem innihalda kalsíumkarbónat má nota við brjóstsviða til að meðhöndla bráðu einkennin. Þeir sem þjást af brjóstsviða til lengri tíma séð geta dregið úr tíðni hans með því að forðast feitan mat, borða minna í einu, klæðast lausari fötum og hækka höfðalag rúms um 10–20 cm.[2]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Brjóstsviði“. Sótt 10. maí 2017.
  2. Svar við „Hvað er bakflæði?“ á Vísindavefnum. Sótt 10. maí 2017.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.