Ævintýralandið Narnía
Ævintýralandið Narnía (enska: The Chronicles of Narnia) er ritröð ævintýrabóka eftir C.S. Lewis. Bækurnar eru sjö og fjalla að mestu um fjögur börn sem fyrir tilviljun flækjast í ævintýraheim Narníu, þar sem dýrin geta talað, galdrar eru viðteknir, og hið góða stríðir gegn hinu illa. Sögurnar útskýra á aðgengilegan hátt fyrir börn nokkur þemun í kristnum sið. Þó eru bækurnar skrifaðar þannig að hægt er að lesa þær án þess að aðhyllast kristni. Disney-fyrirtækið hefur kvikmyndað Ljónið, nornina og skápinn (2005), Kaspían konungsson (2007) og Siglingu Dagfara (2010). Auk þess er verið að vinna að gerð Frænda töframannsins (2014) og Silfurstólsins (2015).
Pauline Baynes myndskreytti fyrstu útgefnu ritröðina.
Listi yfir bækurnar í ritröðinni
breytaTvær aðferðir eru til við að raða bókunum, eftir útgáfuári eða í tímaröðinni sem þær eiga að gerast í. Þegar þær voru fyrst gefnar út voru bækurnar ekki tölusettar, en þegar þær komu fyrst út í Bandríkjunum tölusetti útgefandinn Macmillan þær í útgáfuröð. Þegar HarperCollins-bókaútgáfan tók við bókaflokknum raðaði hún þeim upp í þeirri röð sem sögurnar gerast, að tillögu Douglas Gresham, stjúpsonar Lewis.
Útgáfuröð
breyta- Ljónið, nornin og skápurinn — The Lion, the Witch and the Wardrobe (1950)
- Kaspían konungsson — Prince Caspian (1951)
- Sigling Dagfara — The Voyage of the Dawn Treader (1952)
- Silfurstóllinn — The Silver Chair (1953)
- Hesturinn og drengurinn hans — The Horse and His Boy (1954)
- Frændi töframannsins — The Magician's Nephew (1955)
- Lokaorrustan — The Last Battle (1956)
Tímaröð
breyta- Frændi töframannsins
- Ljónið, nornin og skápurinn
- Hesturinn og drengurinn hans
- Kaspían konungsson
- Sigling Dagfara
- Silfurstóllinn
- Lokaorrustan