Ásdís Óladóttir
Ásdís Óladóttir (f. 22. apríl 1967 í Hafnarfirði) er íslenskt ljóðskáld.
Ásdís ólst upp í Kópavogi, útskrifaðist sem stúdent 1987 frá Menntaskólanum í Kópavogi. Árið 1989 lá leið hennar í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hún lauk námi í hönnun. Árið 1994 stundaði Ásdís nám í hönnun við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam.
Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út hjá Andblæ árið 1995. Ljóðabækur hennar eru átta talsins (árið 2024) auk ljóðúrvals, Sunnudagsbíltúr[1], sem bókaútgáfan Bjartur og Veröld gaf út 2015. Ljóðabókin Einn en ekki tveir kom út árið 2004[2]
Ásdís hefur fengist við ljóðagerð frá átján ára aldri og ásamt ritstörfum unnið meðal annars við fiskverkun, hönnun, safnvörslu, verslun, ræstingar, sýningarstjórn í Gallerí 78[3], setið í sýningarnefnd Glerhússins, ritnefnd Andblæs, dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör auk þess sem hún var í dómnefnd ljóðasamkeppni Hinsegin daga.
Ásdís býr í Reykjavík.
Ritverkaskrá Ásdísar Óladóttur:
- 2020 - Óstöðvandi skilaboð, ljóðabók, Bjartur &Veröld, Reykjavík.
- 2015 - Sunnudagsbíltúr, ljóðaúrval, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
- 2014 - Innri rödd úr annars höfði, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
- 2011 - Mávur ekki maður, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
- 2006 - Margradda nætur, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
- 2004 - Einn en ekki tveir, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
- 2003 - Teiknað í haustloftið, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
- 1998 - Haustmáltíð, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
- 1995 - Birta nætur, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
Tilvísanir
breyta- ↑ Sunnudagsbíltúr
- ↑ Eiríkur Örn Norðdahl, Nýrómantísk Fágun Morgunblaðið 01.12.2004 (ritdómur um ljóðabókina Einn en ekki tveir)
- ↑ 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 (01.06.2020)