Hönnun
Hönnun er í breiðustu merkingu skipulag um uppbyggingu eða form hlutar, kerfis eða ferlis. Hönnun hefur mismunandi skilgreiningar eftir geirum og námsgreinum. Í algengustu merkingu er orðið notað um útlit þreifanlegs manngerðs hlutar. Hugverkastofan skilgreinir hönnun sem „útlit vöru sem hægt er að nema sjónrænt“ og telur hana ekki ná til tæknilegrar virkni vöru.[1] Sá sem stundar hönnun kallast hönnuður.
Í hönnun er oft tekið tillit til útlitsfræðilegra, tæknilegra, fjárhagslegra og félagslegra þátta bæði hvað varðar hönnunarferlið og hlutinn sem verið er að hanna. Hönnunarferlið felur í sér miklar rannsóknir, íhugun, prófanir, breytingar og endurhönnun. Hönnun skiptist í margar undirgreinar svo sem byggingarlist, fatahönnun, vöruhönnun, grafíska hönnun og viðmótshönnun.
Hönnunarvernd er eignarréttur sem snertir útlit vöru. Hönnunarvernd veitir eigandanum réttinn til að hagnýta umrædda hönnun og banna öðrum að hagnýta hana.[1]
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Hönnun – Einkaleyfastofnun“. Sótt 9. desember 2018.