Sink

Frumefni með efnatáknið Zn og sætistöluna 30
(Endurbeint frá Zinke)

Sink (úr þýsku, zinke, „hvasst, skörðótt“) er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu. Það er fyrsta frumefnið í flokki 12. Efnafræðilega svipar því til magnesíns af því að jón þess er af svipaðri stærð og eina algenga oxunartala þess er +2. Sink er 24. algengasta frumefnið í jarðskorpunni og á sér fimm stöðugar samsætur. Sink er mest unnið úr málmgrýtinu sinkblendi sem er sinksúlfíð. Stærstu námurnar eru í Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. Það er unnið með fleytingu, brennslu og úrvinnslu með raflausnarmálmvinnslu.

   
Kopar Sink Gallín
  Kadmín  
Efnatákn Zn
Sætistala 30
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 7140,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 65,409 g/mól
Bræðslumark 692,68 K
Suðumark 1180,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almennir eiginleikar

breyta

Sink er nokkuð hvarfgjarn málmur sem binst við súrefni og aðra málmleysingja og verkar á daufar sýrur með því að losa um vetni. Eina algenga oxunarstig sinks er +2.

Notkun

breyta

Sink er fjórði algengasti málmurinn í notkun í dag, á eftir járni, áli og kopar í magni tonna framleiddum ár hvert.

  • Sink er notað til að húða málma eins og stál til að vernda þá gegn tæringu.
  • Sink er notað í málmblöndur eins og látún, nýsilfur, ritvélamálm, ýmsar tegundir lóðtins o.s.frv.
  • Látún hefur sömuleiðis mikla notkunarmöguleika sökum styrkleika og tæringarþols.
  • Sink er notað í steypumót, þá sérstaklega í bílaiðnaði.
  • Valsað sink er notað í hluta af umbúðum rafhlaðna.
  • Sinkoxíð er notað sem hvítt litarefni í vatsnlitum og málningu, og einnig sem efnahvati í gúmmíiðnaði. Það er einnig selt sem lyfseðilslaust rakakrem til að bera á húð sem vörn við sól- og kuldabruna.
  • Sinkklóríð er notað sem svitalyktareyðir og sem fúavarnarefni.
  • Sinksúlfíð er notað í kaldaskins litarefni, til að búa til vísa í klukkur og aðra hluti sem glóa í myrkri.
  • Sinkmeþýl (Zn(CH3)2) er notað í fjölda lífrænna efnasmíða.
  • Sinksterat er smurefni úr plasti.
  • Smyrsl sem gerð eru úr kalamíni, sem er blanda af Zn-(hýdroxíð-karbónötum og sílikötum, eru notuð til að lækna útbrot.
  • Sinkmálmur er í flestum fjölvítamín- og steinefnablöndum sem hægt er að kaupa í apótekum. Ásamt öðrum málmum er það talið af sumum hafa andoxunaráhrif sem eiga að vernda gegn öldrun húðar og vöðva. Í stærri skömmtum, tekið eitt og sér, er það talið flýta fyrir að sár grói.
  • Sinkglúkonítglýsín er tekið í töfluformi við kvefi.