Zeólítar
Zeólítar eru flokkur holufyllinga sem hafa efnasamsetningu natríums, kalíum og/eða kalsíum álsiliköt er innihalda laust bundið vatn. Þegar loft er þurrt og hiti er vægur þá missa þeir vatnið en taka það upp aftur í röku lofti.
Lýsing
breytaOftast nær hvítir eða glærir. Leysast upp í heitri saltsýru eða við kólnun þá skilst út kísilhlaup. Hafa gler-eða skelplötugljáa.
48 tegundir hafa verið nefndar og hér á landi finnast um 20 tegundir af þeim.
Greining og flokkun
breytaGreindir eftir lögun í þrjá aðalflokka
- Þráð-eða nálarlaga
- Plötu-eða blaglaga
- Tenings-eða kubblaga
- Kabasít
- Analsím
- (Wairakít)
- Phillipsít
Uppruni
breytaZeólítar myndast við ummyndun og holufyllingu bergs. Þegar vatn leikur um bergið þá hitnar það og því sem meir sem það leitar dýpra og mest af því kemst í snertingu við nýlegt kvikuinnskot. Við hitnun þá leysist vatnið og ýmis efni úr berginu og nýjar steindir koma í staðinn. Ef vatnið kólnar þá falla steinefnin út. Ef holur eða sprungur eru í berginu þá fyllast þær af steinefnum og mynda sprungu- og holufyllingar.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2