Levyn tilheyrir flokki zeólíta.

Levyn

Lýsing breyta

Myndar glæra eða hvíta, þunna kristala með sexhyrndum útlínum og glergljáa. Levyn þekkist best á því að kristallarnir standa óreglulega og upp á rönd í holunum. Tvíburavöxtur algengur.

  • Efnasamsetning: (Ca,Na2,K2)Al2Si4O12 • 6H2O
  • Kristalgerð: hexagónal
  • Harka: 4-4½
  • Eðlisþyngd: 2,09-2,16
  • Kleyfni: óregluleg

Útbreiðsla breyta

Algengt í ólivínbasalti og þá í kabasít-thomsonít-belti blágrýtisfjallanna. Oft eitt og sér í holum.

Heimild breyta

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2