Mesólít er smágerð geislaknippi eða brúskar.

Mesólítar mynda oft kristalnálar

Lýsing

breyta

Kristallar hármjóir og kristalnálar um 3 cm á lengd. Nálarnar stökkar og brotna ef komið er við þær. Oftast hvítt, hálfglært eða grátt. Með gler- eða silkigljáa og brotsár óslétt.

  • Efnasamsetning: Na2Ca2Al6Si9O30 • 8H2O
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 5
  • Eðlisþyngd: 2,25-2,26
  • Kleyfni: Góð á tvenna vegu, skáhallt á langás

Útbreiðsla

breyta

Algengt með skólesíti í ólivínbasalti frá Tertíer. Finnst með kísilsnauðum zeólítum og er önnur af mesólít-skólesít holufyllingabelti blágrýtismyndunarinnar. Hefur fundist í Skagafirði, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2