Heulandít
Heulandít myndar plötulaga kristala.
Lýsing
breytaHálfglært, stundum glært í nýopnuðum holum, ekki oft rauðleitt. Myndar allþykkt trapisulaga kristalbúnt með afsneidd horn er koma í klösum eða þyrpingum. Er 0,5-2 cm á stærð. Þekkt á löguninni.
- Efnasamsetning: (Na,Ca)2-3Al3(Al,Si)2Si13O36 • 12H2O
- Kristalgerð:mónóklín
- Harka: 3½-4
- Eðlisþyngd: 2,1-2,29
- Kleyfni: góð
Útbreiðsla
breytaMeð algengustu zeólítum og er oft í samfloti með stilbíti. Finnst í þóleiti, mest neðarlega í blágrýtisfjöllum. Finnst vel á Austfjörðum á Íslandi.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2