Stilbít
Stilbít er margbreytilegt að útliti.
Lýsing
breytaStilbít myndar frekar plötulaga kristala er vaxa út í horn til enda. Það kemur fyrir sem þyrping af jafnhliða sexhyrndum kristölum. Stilbít er mjólkurhvítt en líka glær,hálfglær og líka lituð afbrigði sem geta verið rauðbrún eða grænlit. Það er bæði með glergljáa og skelplötugljáa. Eru 1-2 cm langir en geta verið allt að 5-10 cm á lengd.
- Efnasamsetning: NaCa2Al5Si13O36 • 14H2O
- Kristalgerð: mónóklín, rombísk
- Harka: 3½-4
- Eðlisþyngd: 2,12-2,21
- Kleyfni: góð
Útbreiðsla
breytaAlgengust zeólíta. Finnst í holufylltu basalti. Á Íslandi er það einnig að finna í þóleiíti neðarlega í blágrýtisfjöllunum á Austfjörðum.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2