Thomsonít
Thomsonít er geislóttur zeólíti.
Lýsing
breytaKristallar blaðlaga,ílangir og þunnir strendingar. Liggja þétt saman í geislóttri hvirfingu og mynda kúlur með örfínum hrufum á yfirborðinu. Oftast mjólkurhvít en rauðleitt og brúnt líka. Hálfgengsætt með gler- og skelplötugljáa. Nálarnar um einn cm á lengd.
- Efnasamsetning: NaCa2Al5Si5O10 • 6H2O
- Kristalgerð: Rombísk
- Harka: 5
- Eðlisþyngd: 2,25-2,44
- Kleyfni: Góð
Útbreiðsla
breytaAlgeng í ólivínbasalti og er oft með kabasíti, levyni, phillipsíti og kalsíti. Hefur fundist í Hvalfirði, Breiðdal, Skarðsheiði og á Esju.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2