Wikipediaspjall:Úrvalsgreinar
Eigum við nokkuð að hafa Heili á þessum lista? Hún fór ekki í gegnum sama ferli og hinar, ég setti hana bara í það sem hét Snið:Valdar greinar því það vantaði eitthvað á þeim tíma sem ég gerði það, greinin sjálf útskýrir engann vegin viðfangsefnið nógu vel og er ekki alveg á því stigi að teljast úrvalsgrein. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:08, 4 sep 2004 (UTC)
- Já, mér finnst að allar þær greinar sem hér birtast eigi að þurfa að hafa farið í gegnum tilnefningarferlið. Heili, Frumvarp, Ósýnilegi bleiki einhyrningurinn og... ehemm... Bjartmar Guðlaugsson gerðu það ekki og eiga ekki heima hér strax. Auðvitað má tilnefna þær greinar eins og aðrar samt. --Bjarki Sigursveinsson 19:15, 4 sep 2004 (UTC)
- Já já já, smettið á Bjarmari blasti við á forsíðunni í nokkra mánuði í vor, honum var skipt út 17. júní. Sjá [1]. --Bjarki Sigursveinsson 16:31, 13 sep 2004 (UTC)
Valin grein
breytaFært af pottinum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég hef eitthvað verið að hamast í því að koma reglu á fyrirkomulag þess hvernig valdar greinar eru í raun valdar vegna þess að það hefur ekki verið nein sjáanleg regla á því hingað til. Í því skyni hef ég búið til Wikipedia:Tillögur að völdum greinum þar sem hægt er að ræða um einstakar greinar og ákveða hvort þær uppfylli skilyrðin sem við viljum setja. Svo þurfum við líka að ákveða hvað við eigum að gera við þessar völdu greinar en hingað til hefur þetta verið þannig að greinin sem er á forsíðunni á hverjum tíma er "valin grein" á meðan því stendur. Hinsvegar eru flestar aðrar wikipedíur þannig gerðar að þær velja valdar greinar inn á lista eins og þennan eða þennan og velja síðan greinar af þessum listum til að birtast á forsíðunni. Hvernig eigum við að hafa þetta? --Bjarki Sigursveinsson 13:38, 23 ágú 2004 (UTC)
- Það var mjög þarft verk að búa til þessa síðu. Ég hef áður rætt þetta í sambandi við tillögu mína um að greinin um stjórnarskrána verði valin grein. En nú dettur mér einnig í hug eftirfarandi: Hvað fyndist mönnum um að skipta um nafn á þessu fyrirbæri, Valin grein -> Úrvalsgrein ? Bara snögg hugdetta, en gaman væri að sjá umræðu um það ásamt aðalmálinu. Mér finnst nauðsynlegt að standa að þessu með eitthvað svipuðum hætti og á ensku wikipediu, þannig að tillögur séu ræddar og að ef grein er gagnrýnd, þá sé það rökstutt. Eins og mér sýnist Bjarki gera ráð fyrir á Wikipedia:Tillögur að völdum greinum. Kveðja, --Moi 16:14, 23 ágú 2004 (UTC)
- Eldri og núverandi eru á Wikipedia:Valdar greinar, og hingað til hef ég bara sett þær inn án mikillar umræðu nema á irc rásinni einfaldlega því að ég hélt að enginn annar nennti þessu, og fagna ég frekari þáttöku. Og moi, ef þú ætlar að skipta um nafn á þessu hafðu það úrvalsgreinar með greini;) -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:48, 23 ágú 2004 (UTC)
- Úrvalsgreinar finnst mér alveg prýðilegt nafn í stað valinna greina. Ég hallast nú mest að því að sú upptalning sem nú er að finna á wikipedia:Valdar greinar verði færð á Wikipedia:Yfirlit úrvalsgreina af forsíðu (ef allir samþykkja nafngiftina úrvalsgrein) eða eitthvað álíka en wikipedia:Valdar greinar þess í stað gerð að lista yfir allar greinar sem eru samþykktar sem valdar greinar / úrvalsgreinar, þar yrði greinunum raðað eftir einhverju kerfi, stafrófsröð eða efnisflokkum t.d. en það skiptir ekki miklu máli svosem á meðan þær eru teljandi á fingrum annarar handar. --Bjarki Sigursveinsson 18:51, 23 ágú 2004 (UTC)
Ég hef tekið mér það bessaleyfi að breyta nafngiftinni á völdum greinum í úrvalsgreinar, hugmyndinni var varpað fram af Moi og hefur ekki verið andmælt. --Bjarki Sigursveinsson 18:29, 4 sep 2004 (UTC)
- Þar sem orðið úrval, getur táknað , leifar eða afganga; þá vildi ég endurvekja þessa umræðu. Valinn grein er betra heiti, þar sem ekkert fer á milli mála. Það er best að forðast alla hluti sem geta valdið misskilningi, ef völ er á því. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:55, 21 sep 2004 (UTC)
- Fyrir mér hefur úrval aðeins eina merkingu, það er þegar ákveðinn hlutur er valinn úr stærra mengi fyrir einhverja sérstöðu. Þannig er sama merkingin með úrvalsgrein og valinni grein en hið fyrra er þjálla. Ég hef aldrei heyrt orðið úrval notað í merkingunni leifar eða afgangar. --Bjarki Sigursveinsson 13:08, 21 sep 2004 (UTC)
- Mælist til þess að þú flettir úrval upp í orðabók. Þetta er reyndar gömul merking, en það sem situr eftir þegar búið er að velja bestu bitana af einhverji hrávöru, er kallað úrval, en þetta var oft notað í sláturhúsum. Bæði þessi útskýring og þín, eru undir úrval í orðabók. Málið er hvort að ekki sé hægt að finna betra nafn yfir þetta, til að forðast misskilning. Valinn grein er örugglega ekki það eina sem gæti komið til greina; afbragðsgrein t.d. gæti allt eins virkað. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13:59, 21 sep 2004 (UTC)
- Fletti því upp og já, það eru tvær merkingar keimlíkar minni skilgreiningu og sú þriðja sem táknar leifar, þ.e. það sem er eftir þegar aðrir eru búnir að velja úr. Sú merking er reyndar merkt með krossi sem táknar að merkingin er úrelt og ekki lengur notuð í daglegu tali.--Bjarki Sigursveinsson 14:57, 21 sep 2004 (UTC)
- Hinsvegar ef við ætlum að tala um þetta svona þá er úrvalsgrein betra orð, þar sem algengasta merking þess segir til um sérstöðu á jákvæðan máta, hinsvegar má líka misskilja valin grein ef menn vanda sig við það. Hví var hún valin? Af hverju? og hvað þýðir það? -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:51, 21 sep 2004 (UTC)
Úrvalsgrein næsta mánaðar
breytaHvaða grein ættum við að hafa? Það gæti svosem verið hvaða grein sem er, en það þarf að ákveða, sérstaklega til að útdráttur sé tilbúinn til að setja á forsíðuna :P --Sterio 31. okt. 2005 kl. 19:06 (UTC)
- Ef þú verður vakandi í nótt þá skaltu bara breyta, annars geri ég það bara. Veldu bara það sem þér þykir sexý. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 31. okt. 2005 kl. 20:15 (UTC)
Eftirþankar um úrvalsgreinar
breytaFyrst við krefjumst nú svo mikillar nákvæmni og natni við skrif ‚úrvalsgreina‘ ættum við kannski að endurskoða nokkrar þeirra er þegar hafa verið tilnefndar og gera þær frekar að ‚gæðagreinum‘. Til dæmis: Menntaskólann á Akureyri, Azumanga Daioh og Hokusai. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. júlí 2006 kl. 20:08 (UTC)
- Þarf þá ekki bara að kjósa um það eins og þegar kosið er um að gera greinar að úrvalsgreinum? Þegar það hefur svo verið samþykkt að taka þær af listanum, þá er hægt að gera þær að gæðagreinum. --Cessator 22. júlí 2006 kl. 20:30 (UTC)
- Jú, spurning hvort við ættum að tilnefna einhverjar greinar til endurskoðunar (með rökum) og kjósa samtímis um hvort við eigum að gera þær að gæðagreinum eða taka af þeim allar tilnefningar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. júlí 2006 kl. 20:37 (UTC)
Sýnigrein?
breytaAf hverju beinist Sýnigrein hingað? Ég bjóst við einskonar Demo-grein, þar sem fídusar wiki-markup málsins eru kynntir... — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Gakera (spjall | framlög)
- Það var einu sinni til hérna sýnigrein en henni var eytt og frekar vísað í úrvalsgreinarnar þegar þær voru orðnar nokkrar til að sýna gæði þeirra. Annars var sýnigreinin svo sem ágæt... --Jóna Þórunn 21:07, 31 október 2006 (UTC)