Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2022
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður. Hildur ólst upp í Hafnarfirði og er menntaður sellóleikari. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur jafnframt leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))).
Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London.
Árið 2020 vann Hildur Óskarsverðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hildur er jafnframt fjórða konan frá upphafi sem hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist