Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2010
Karl Raimund Popper (28. júlí 1902 – 17. september 1994) var austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur, kunnur fyrir kenningu sína um rannsóknaraðferðir vísindamanna og ádeilu á alræðisstefnu nasista og kommúnista. Hann var einn áhrifamesti heimspekingur 20. aldar.
Bretadrottning sæmdi hann riddaratitli 1965, svo að hann varð Sir Karl Popper. Hann hætti kennslu 1969, en hélt áfram að birta heimspekiverk til dánardags. Popper hlaut fjölda verðlauna og nafnbóta, meðal annars Sonning-verðlaunin dönsku 1973 (en Halldór Kiljan Laxness hafði fengið þau 1969). Popper var einn af stofnendum Mont Pèlerin Society, alþjóðlegs málfundafélags frjálshyggjumanna.