Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2014
Hallgrímur Pétursson (1614 – 27. október 1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Hallgrímur var fæddur í Gröf á Höfðaströnd, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar og konu hans, Sólveigar Jónsdóttur. Hallgrímur kynntist Guðríði Símonardóttur, sem hafði verið rænt í Tyrkjaráninu, þegar hún kom til Kaupmannahafnar þar sem Hallgrímur var við nám. Þau giftu sig og bjuggu á Hvalnesi og í Hvalfirði. Þar orti Hallgrímur Passíusálmana og marga aðra sálma, sem frægir eru enn í dag, til dæmis sálminn „Um dauðans óvissan tíma“. Passíusálmarnir eru heimsfrægt verk og hafa verið þýddir á fjölda tungumála.