Wikipedia:Gæðagreinar/Saharaverslunin
Saharaverslunin var mikilvæg verslunarleið milli Miðjarðarhafslandanna og Vestur-Afríku frá 8. öld fram á þá 16. Saharaeyðimörkin er illfært flæmi sem skilur hagkerfi Miðjarðarhafssvæðisins frá hagkerfi Vestur-Afríku, svo að rétt er að spyrja hvernig slík verslun hefur getað þrifist. Fernand Braudel benti á (í bókinni The Perspective of the World) að slík svæði (eins og t.d. Atlantshafið) eru ferðarinnar virði aðeins í undantekningartilvikum, eða þegar hagnaðurinn er meiri en tapið. En ólíkt Atlantshafinu var Saharaeyðimörkin alla tíð vettvangur viðskipta milli fólks í smærra samhengi.
Verslunin byggðist á úlfaldalestum þar sem notaðir voru drómedarar. Dýrin voru fituð í nokkra mánuði á Magrebsvæðinu eða Sahelsvæðinu áður en lestin var mynduð. Samkvæmt landkönnuðinum Ibn Battuta, sem ferðaðist með úlfaldalest á 14. öld var meðalstærð slíkra lesta um þúsund dýr, en sumar náðu upp í 12.000 dýr.
Lesa áfram um Saharaverslunina...