Drómedari
Drómedari (fræðiheiti: Camelus dromedarius) er stór úlfaldi sem er auðþekktur frá kameldýri á því að hann hefur aðeins eina kryppu, en kameldýrið tvær. Drómedarinn er auk þess háfættari en kameldýrið og getur hlaupið hraðar en er ekki eins harðger.
Drómedari | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Húsdýr
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Camelus dromedarius Linnaeus, 1758 |
Drómedarinn kemur upphaflega frá Asíu og Norður-Afríku og hefur verið taminn nokkrum öldum fyrir Krist. Hann dó út í Norður-Afríku um þúsund fyrir Krist, en var svo fluttur inn aftur þegar Persar réðust inn í Egyptaland á 6. öld f.Kr.. Á 3. öld var hann orðinn útbreiddur sem burðardýr og reiðskjóti og gerði Saharaverslunina mögulega.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist drómedara.