Úlfaldalest
Úlfaldalest er hópur úlfalda sem bera farm eða farþega milli staða. Fyrir tilkomu lestarkerfis og þjóðvega voru úlfaldalestir notaðar á frægum verslunarleiðum eins og Silkiveginum í Mið-Asíu (kameldýr) og í Saharaversluninni (drómedarar).