Wikipedia:Gæðagreinar/Fylkið
Fylkið (enska: The Matrix) er kvikmynd sem var fyrst sýnd í kvikmyndahúsum 31. mars 1999. Hún naut strax mikillar hylli og er í dag talin á meðal bestu vísindaskáldskaparkvikmynda sem framleiddar hafa verið. Myndin fjallar í megindráttum um efni sem lengi hefur verið kvikmyndagerðarmönnum hugleikið, þ.e. hvernig það væri ef vélarnar myndu stjórna mannkyninu. Myndina má flokka sem vísindaskáldskap, með tilvísunum í japanskar teiknimyndir, myndasögur, kung-fu-myndir, trúarlegar hugmyndir og heimspeki.
Aðalleikarar eru Keanu Reeves, sem Neo; Laurence Fishburne sem Morpheus; Carrie-Ann Moss sem Trinity; Joe Pantoliano sem Cypher og Hugo Weaving sem Smith fulltrúi (e. Agent Smith).