Keanu Reeves
kanadískur leikari
Keanu Charles Reeves (fæddur 2. september 1964) er kanadískur leikari. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í myndunum Bill & Ted's Excellent Adventure, Speed, Point Break og Fylkinu. Hann hefur einnig leikið í leikhúsi þar á meðal í Hamlet. Þann 31. janúar 2005 hlaut Reeves stjörnuna sína á Walk of Fame í Hollywood og árið 2006 var hann nefndur einn af „Uppáhalds leikurum Bandaríkjanna“.
Keanu Reeves | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Keanu Charles Reeves 2. september 1964 Beirút, Líbanon |
Ár virkur | 1984-nú |