Jafndægur
Dag- og tímasetning jafndægra og sólstaða(UTC). Heiti miðast við norðurhvel jarðar.[1] | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Atburður | jafndægur að |
sumarsólstöður | jafndægur að |
vetrarsólstöður | ||||
Mánuður | mars | júní | september | desember | ||||
Ár | ||||||||
dags. | kl. | dags. | kl. | dags. | kl. | dags. | kl. | |
2013 | 20 | 11:02 | 21 | 05:04 | 22 | 20:44 | 21 | 17:11 |
2014 | 20 | 16:57 | 21 | 10:51 | 23 | 02:29 | 21 | 23:03 |
2015 | 20 | 22:45 | 21 | 16:38 | 23 | 08:20 | 22 | 04:48 |
2016 | 20 | 04:30 | 20 | 22:34 | 22 | 14:21 | 21 | 10:44 |
2017 | 20 | 10:28 | 21 | 04:24 | 22 | 20:02 | 21 | 16:28 |
2018 | 20 | 16:15 | 21 | 10:07 | 23 | 01:54 | 21 | 22:23 |
2019 | 20 | 21:58 | 21 | 15:54 | 23 | 07:50 | 22 | 04:19 |
2020 | 20 | 03:50 | 20 | 21:44 | 22 | 13:31 | 21 | 10:02 |
2021 | 20 | 09:37 | 21 | 03:32 | 22 | 19:21 | 21 | 15:59 |
2022 | 20 | 15:33 | 21 | 09:14 | 23 | 01:04 | 21 | 21:48 |
2023 | 20 | 21:24 | 21 | 14:58 | 23 | 06:50 | 22 | 03:27 |
Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum.
OrðsifjarBreyta
Orðið jafndægur hét í fornu máli jafndægrishringur og notuð voru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori. Hinsvegar að hausti haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti. Orðið jafndægur er til í skyldum málum. Í dönsku er til dæmis talað um jævndøgn. Í ensku er talað um equinox sem leitt er af latneska orðinu aeqvinoctium af aeqvus: jafn og -noctium sem leitt er af nox: nótt.
SagaBreyta
Til forna var upphafsdagur ársins ýmist miðaður við vorjafndægur , haustjafndægur eða vetrarsólstöður. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.
Tengt efniBreyta
TilvísanirBreyta
- ↑ „Earth's Seasons and Apsides: Equinoxes, Solstices, Perihelion, and Aphelion“. United States Naval Observatory. janúar 2018.
HeimildBreyta
- Almanaksskýringar (Þorsteinn Sæmundsson) (sótt 8. apríl 2007)