Grænserkur
(Endurbeint frá Vomuserkur)
Grænserkur (fræðiheiti: Amanita phalloides) er stór hvítur reifasveppur sem vex um alla Evrópu. Hann er einn af eitruðustu sveppum heims og ber einn ábyrgð á meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Hann inniheldur eitrið alfaamanítín sem eyðileggur nýru og lifur. Ekkert móteitur er til við alfaamanítíni og oft er ígræðsla nýrra líffæra eina leiðin til að bjarga lífi þeirra sem veikjast eftir að hafa neytt sveppsins. Talið er að neysla grænserks hafi valdið dauða Claudíusar keisara og Karls 6. keisara. Sveppurinn líkist ýmsum algengum ætisveppum sem eykur hættuna á neyslu af gáleysi.
Grænserkur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Í engri hættu
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Amanita phalloides (Vaill. ex Fr.) Link |