Líffæraflutningur

(Endurbeint frá Ígræðsla)

Líffæraflutningur er lækningaaðgerð þar sem líffæri er fjarlægt úr einum líkama og grætt í líkama þiggjanda. Tilgangur aðgerðarinnar er að skipta út gölluðu eða biluðu líffæri. Líffæragjafinn getur verið á sama spítala og þiggjandinn eða flytja má líffærið á spítalann annars staðar frá. Sjálfsgræðsla á við líffæraflutning innan sama líkama (svo sem húðgræðsla).

Sviðsett hjartaígræðsla

Meðal líffæra sem hægt að flytja milli líkama eru hjartað, nýrun, lifrin, lungun, brisið, þarmurinn og hóstarkirtillinn. Ekki er hægt að flytja ákveðin líffæri, til dæmis heilann. Einnig má flytja vef, þar á meðal bein, sin, hornhimnur, húðina, hjartalokur, taug og æðir. Helstu vefirnir sem eru ígræddir eru hornhimnurnar og sinin.

Líffæragjafinn getur verið lifandi, heiladauður eða nýlátinn vegna blóðrásarvandamála. Hægt er að endurheimta vefi úr slíkum líffæragjöfum allt að sólarhringi eftir hjartað hætti að slá. Ólíkt líffærum er hægt að geyma flestar vefjartegundir í allt að fimm ár. Líffæraflutningur kallar fram siðfræðilegar spurningar eins og hvernig á að skilgreina dauða, hvenær og hvernig er rétt biðja um leyfi fyrir líffæraflutning og hvort greiða skuli fyrir ígrædd líffæri. Líffærasala er sérstakt vandamál á ákveðnum heimssvæðum.

Líffæraflutningur er eitt flóknasta svið innan læknisfræði. Huga þarf að líffærahöfnun, þar sem líkami þiggjandans hafnar ígrædda líffærinu með ónæmisviðbragði. Líffærahöfnun getur valdið því að líffærið bili og að þurfi svo að fjarlægja það úr þiggjandanum. Draga má úr líkindum höfnunar með því að finna líffæragjafa með sömu tegund ónæmisfruma og þiggjandinn og með ónæmisbælandi lyfjum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.