Sveppaeitrun eru eitrunareinkenni sem stafa af eitruðum efnasamböndum sem er að finna í sveppum. Eitrið er aukaafurð efnaskiptaferla sveppsins. Venjulega stafar sveppaeitrun af því að einhver ruglar eitruðum svepp saman við ætisvepp og innbyrðir hann. Vegna þess hve eitursveppir líkjast oft ætisveppum stafar ruglingurinn af rangri greiningu á sveppnum. Jafnvel reynt sveppatínslufólk verður fyrir sveppaeitrun.

Viðarkveif (Galerina marginata) er baneitraður sveppur. Hún hefur fundist einu sinni á Íslandi, í Kjarnaskógi í Eyjafirði árið 2000.

Einkenni

breyta

Alvarleg einkenni koma ekki alltaf fram strax eftir neyslu sveppsins og oft ekki fyrr en eitrið ræðst á nýrun, nokkrum mínútum eða klukkustundum síðar. Í sjaldgæfum tilfellum koma einkenni sem leiða til dauða ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir neyslu. Dæmigerð einkenni eru:

Ef meðferð við eitruninni hefst fljótt er venjulega hægt að komast hjá alvarlegri einkennum, eins og dauða, ef um mjög eitraðan svepp er að ræða.

Eitursveppir

breyta

Þrír banvænustu sveppirnir sem til eru eru af ættkvísl reifasveppa (Amanita): grænserkur (A. phalloides), Amanita virosa og Amanita verna; og tveir eru af ættkvísl kögursveppa (Cortinarius): Cortinarius rubellus og Cortinarius orellanus. Þessar tegundir valda flestum dauðsföllum.

Tenglar

breyta
  • Jóhannes Bergsveinsson. „Varasamir sveppir á Íslandi“. Sótt 25. ágúst 2007.