Vigurrúm

(Endurbeint frá Vigurrými)

Vigurrúm eða línuleg rúm eru grundvallareining rannsókna í þeirri undirgrein stærðfræðinnar sem kallast línuleg algebra.

Vigurrúm yfir svið F er mengi vigra ásamt tveimur reikniaðgerðum, samlagningu og margföldun við tölu. Til þess að mengi vigra teljist sem vigurrúm verður það að uppfylla þrjú skilyrði:

  1. núllvigurinn sé stak í menginu.
  2. Að vera lokað undir samlagningu.
  3. Að vera lokað undir margföldun við tölu.

Hlutmengi í vigurrúmi kallast hlutrúm ef að það uppfyllir þessi sömu skilyrði. Öll hlutrúm í vigurrúmum eru jafnframt vigurrúm.

Vigurrúm sem hefur skilgreint innfeldi er kallað innfeldisrúm.

Vigurrúm sem hefur skilgreinda tvílínulega vörpun (margföldun vigra) heitir algebrulegt svið. Dæmi um slíkt vigurrúm er , svið tvinntalna, sem jafngildir vigurrúminu ásamt tvílínulegri vörpun.

Vigurrúm ásamt staðli er kallað staðlað vigurrúm, en sé slíkt rúm fullkomið kallast það Banach-rúm.

Dæmi um vigurrúm

breyta

Vigurrúm eru óendanlega mörg, en nokkur þeirra þekktustu eru:

  • Svið rauntalna ( ).
  • Svið tvinntalna ( ).
  • Mengi allra fylkja af tiltekinni stærð ( ).
  • Mengi allra margliða af ákveðnu stigi n ( ).
  • Mengi allra raunfalla sem eru óendanlega oft diffranleg ( ).

Ýtarefni

breyta