Hrein algebra eða abstrakt algebra er grein stærðfræðinnar sem fæst við athuganir á algebrumynstrum, grúpum, baugum, sviðum, mótúllum og vigurrúmum. Hrein algebra er gjarnan kölluð algebra, en hún er aðskild einfaldri algebru sem snýst aðalega um að leysa jöfnur með óþekktum stærðum og er kennd á grunnskóla– og framhaldsskólastigi. Hrein algebra er mikið notuð í nútímastærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði, svo dæmi séu nefnd er Lie algebra notuð í kennilegri eðlisfræði og önnur svið stærðfræðinnar svo sem algebrutalnafræði, algebrugrannfræði og algebrurúmfræði notast við hreina algebru.

Grúpuskýringarmynd.
  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.