Victoria (sjónvarpsþáttur)

Victoria eru breskir sjónvarpsþættir sem hófu göngu sína haustið 2016 á ITV. Þættirnir fjalla um Viktoríu Bretadrottingu sem leikin er af Jennu Coleman en þeir hefjast þegar Vilhjálmur 4. Bretakonungur deyr og hin 18 ára gamla frænka hans Viktoría tekur við bresku krúnunni. Tvær seríur af Victoriu hafa komið út og er sú þriðja væntanleg. Þættirnir hafa notið þó nokkurra vinsælda bæði í Bretlandi og víðar um heim.

Victoria
TegundDrama
Búið til afDaisy Goodwin
LeikararJenna Coleman
Tom Huges
Peter Bowles
Catherine Flemming
Daniela Holtz
Nell Hudson
Ferdinand Kingsley
Tommy Knight
Nigel Lindsay
Eve Myles
David Oakes
Paul Rhys
Adrian Schiller
Peter Firth
Alex Jennings
Rufus Sewell
Bebe Cave
Margaret Clunie
Tilly Steele
Leo Suter
Jordan Waller
Anna Wilson-Jones
Diana Rigg
UpprunalandFáni Bretlands Bretland
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta25
Framleiðsla
Lengd þáttar49-69 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðITV
Sýnt28. ágúst 2016 –
Tenglar
IMDb tengill

Söguþráður

breyta

Fyrsta sería fjallar um fyrstu árin í valdatíð Viktoríu Bretlandsdrottingar. Viktoría er aðeins 18 ára þegar frændi hennar Vilhjálmur 4. Bretakonungur deyr og hún þarf að taka við krúnunni. Það er ekki auðvelt fyrir unga stúlku að taka við slíkri ábyrgð en hún nýtur þó dyggrar leiðsagnar frá forsætisráðherranum Melbourne lávarði. Viktoría kynnist síðar Alberti prins og fjalla þættirnir náið um tilhugalíf þeirra sem endar í hjónabandi. Önnur sería fjallar síðan um áframhaldandi líf Viktoríu þar sem hún er gift og orðin þriggja barna móðir. Hún berst við það að samræma fjölskyldulífið og drottingarhlutverkið sem getur tekur sinn toll.

Hlutverk

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Victoria (UK TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Mars 2018.