Lake District

(Endurbeint frá Vatnahéraðið)

Lake District (e. Vatnahérað, einnig þekkt sem The Lakes eða Lakeland á ensku) er svæði og þjóðgarður á Bretlandi. Svæðið er á Norðvestur-Englandi og er vinsælt hjá ferðamönnum. Lake District er frægt sökum vatna og fjalla (e. fells) sinna og er tengt við ljóðskáld af 19. öldinni eins og William Wordsworth, Samuel Taylor Coleridge og Robert Southey sem allir skrifuðu um það. Þessi ljóðskáld þrjú eru þekkt sem Lake Poets á ensku. Barnabókahöfundurinn Beatrix Potter bjó hluta ævi sinnar í Vatnahéraðinu.

Kind á beit upp í fjöllum.
Scafell Pike.
Coniston vatn.
Fell hestur (Fell pony).

Í héraðinu er Lake District-þjóðgarðurinn sem spannar nær allt Vatnahéraðið. Hann er einn af þrettán þjóðgörðum á Englandi og Wales. Það liggur að öllu leyti í Cumbria-sýslu og er eitt af fáum fjöllóttum svæðum á Englandi. Allt land á Englandi sem er yfir 3000 fetum (um það bil 600 metrum) yfir sjávarmáli liggur í þjóðgarðinum. Scafell Pike, hæsta fjall Englands, er í Lake District og er um 973 metra yfir sjávarmáli. Einnig er þar stærsta náttúrulega vatn Englands; Windermere.

Umdæmið er um 55 km langt og breitt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.