Listi yfir þjóðgarða í Englandi og Wales

Í England og Wales eru 13 svæði sem skilgreind eru sem þjóðgarðar. Hver er með sína eigin þjóðgarðsstjórn og lýtur stjórn frá viðkomandi nærsvæði. Þjóðgarðar voru fyrst skipulagðir með National Parks and Access to the Countryside Act árið 1949 en þá hafði verið löng barátta almennings um aðgang að sveita og náttúrusvæðum sem átti rætur til iðnbyltingar. Í enskum þjóðgörðum á ríkið ekki allt land og það geta verið landeigendur innan þeirra. Peak District-þjóðgarðurinn var fyrst útnefndur þjóðgarður árið 1951. Sama ár fylgdu þrír aðrir og undir lok 6. áratugarins sex í viðbót. Alls þekja þrettán núverandi þjóðgarðar tæpa 17.000 ferkílómetra og eru um 10% alls landsvæðis á Englandi og 20% af landsvæði Wales.

Kort.
Nr. Þjóðgarður Stofnaður km² sq mi
1 Peak District-þjóðgarðurinn 17. apríl 1951 1,438 555
2 Lake District-þjóðgarðurinn 9. maí 1951 2,362 912
3 Snowdonia-þjóðgarðurinn
(velska: Parc Cenedlaethol Eryri)
18. október 1951 2,142 827
4 Dartmoor-þjóðgarðurinn 30. október 1951 956 369
5 Pembrokeshire Coast-þjóðgarðurinn
(velska: Arfordir Penfro)
29 febrúar 1952 620 240
6 North York Moors-þjóðgarðurinn 28. nóvember 1952 1,436 554
7 Yorkshire Dales-þjóðgarðurinn 16. nóvember 1954 2,178 841
8 Exmoor-þjóðgarðurinn 19. október 1954 693 268
9 Northumberland-þjóðgarðurinn 6. apríl 1956 1,049 405
10 Brecon Beacons-þjóðgarðurinn
(velska: Bannau Brycheiniog)
17. apríl 1957 1,351 522
11 The Broads-þjóðgarðurinn 1. apríl 1989 303 117
12 New Forest-þjóðgarðurinn 1. mars 2005 580 220
13 South Downs-þjóðgarðurinn 12. nóvember 2009 1,641 634
  Alls   16,749 6,467

Tengt efni

breyta

Svæði sérstakrar náttúrufegurðar (Bretland)

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „List of national parks of England and Wales“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. feb. 2017.