Windermere er vatn í Cumbria á norður-Englandi, nánar tiltekið í Lake District. Lengd þess er 18 kílómetrar og er mesta breidd 1,5 kílómetrar. Dýpt er mest 67 metrar. Windermere myndaðist þegar jökull hopaði fyrir 15-17.000 árum og er stærsta náttúrulega stöðuvatn Englands, 14.73 km2 . Bowness-on-Windermere er þorp við vatnið en nálæg þorp eru Windermere og Ambleside. Vatnið er vinsæll sumarleyfisstaður.

Windermere.

Eyjar vatnsins er kallaðar holme (hólmar)

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Windermere“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. okt. 2019.