Gefjun (verksmiðja)

(Endurbeint frá Ullarverksmiðjan Gefjun)

Gefjun er verksmiðja sem tók til starfa á Gleráreyrum við Glerá á Akureyri í nóvember 1907 í nýbyggðu verksmiðjuhúsi. Margháttaður verksmiðjurekstur var á Gleráreyrum þangað til SÍS lagði upp laupana. Unnu um 800 manns í verksmiðjunum þegar mest var.

1907-1930 Klæðaverksmiðjan Gefjun

breyta

Verksmiðjan hét í fyrstu Klæðaverksmiðjan Gefjun. Tóvélar Eyjafjarðar sem settar voru af stað 1897 mörkuðu upphaf ullariðnaðarins á Akureyri.

1930-1987 Ullarverksmiðjan Gefjun

breyta

S.Í.S keypti Klæðaverksmiðjuna Gefjun þann 13. september 1930 og breytti þá nafninu í Ullarverksmiðjan Gefjun. Kaupverð var 245.000 kr. Árið 1947 var hafin bygging nýs verksmiðjuhúss sem þá var stærsti verksmiðjusalur á Íslandi. Árið 1934 tók til starfa kambgarnsspunadeild. Árið 1952 var hið nýja verksmiðjuhús Gefjunar fullbúið. Árið 1973 var vélakostur Gefjunar stóraukinn en upp úr 1980 byrjaði að halla undir fæti hjá iðnaðinum á Gleráreyrum.

Heimild

breyta