Tyrkísk mál

(Endurbeint frá Tyrkískt mál)

Tyrkísk mál eru megingrein altaísku málaættarinnar. Af sumum þó talin mynda sjálfstæða ætt og ekki falla undir neina altaíska ætt. Þau eru að minnsta kosti 35 talsins og eru töluð af fólki frá Suðaustur-Evrópu og Miðjarðarhafslöndum til Síberíu og Vestur-Kína. Um það bil 170 milljón manns hafa tyrkísk tungumál að móðurmáli. Það tyrkíska tungumál sem flestir tala er tyrkneska, sem töluð er aðallega í Anatólíu og á Balkanskaga. Um 40 % þeirra sem tala tyrkísk tungumál tala tyrknesku.

Útbreiðsla.

Tyrkísk tungumál hafa nokkra sameiginlega eiginleika, eins og sérhljóðasamræmi, samloðun og ekkert málfræðilegt kyn. Talendur svokallaðra ogúsmála eiga ekki erfitt með að skilja hver annan en í þessum hópi eru tyrkneska, aserska, túrkmenska, kashkaí, gagás og krímtataríska.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.