Krímtataríska

tungumál

Krímtatarska (Qırımtatarca, Qırımtatar tili, Къырымтатарджа, Къырымтатар тили) er móðurmál Krímtatara. Hún er tyrkneskt tungumál talað á Krímskaga og af krímverskum útflytjendum í Úsbekistan, Tyrklandi, Rúmeníu og Búlgaríu, auk þess í litlum mæli í Bandaríkjunum og Kanada. Gæta skal þess að rugla henni ekki saman við sanna tatörsku, sem er töluð í Rússlandi og skylt krímtatörsku, þó tungumálin séu ekki gagnkvæmt skiljanleg. Krímtatarska er svipuð tyrknesku og er skiljanleg þeim sem tala það mál.

Krímtataríska
Qırımtatarca, Qırımtatar tili
Къырымтатарджа, Къырымтатар тили
Málsvæði Úkraína, Tyrkland, Úsbekistan, Rúmenía, Rússland, Kirgistan, Búlgaría
Heimshluti Svartahaf
Fjöldi málhafa 480.000
Ætt Tyrkneskt
 Norðvesturtyrknest
  Krímtataríska
Tungumálakóðar
ISO 639-2 crh
ISO 639-3 crh
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Í dag búa rúmlega 260.000 Krímtatarar á Krímskaga, og um það bil 150.000 manns eru í útlegð í Mið-Asíu (aðallega í Úsbekistan). Talið er að um 5 milljónir manns af krímverskum uppruna búi í Tyrklandi, en þeir eru afkomendur innflytjenda á 19. og 20. öldum. Af þessum 5 milljónum er áætlað að 2.000 manns tali krímtatörsku enn í dag. Smærri hópa Krímtatara er líka að finna í Rúmeníu (22.000 manns) og Búlgaríu (6.000 manns). Hún er eitt þeirra tungumála sem er í hvað mestri útrýmingarhættu í Evrópu.

Krímtatörsku má rita með annaðhvort latnesku eða kyrillísku stafrófi.

Krímtataríska
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.