Íslenska fiðlan er fornt hljóðfæri sem notað var á Íslandi fram á 19. öld. Hljóðfærið er gert úr viðarkassa með tveimur látúnstrengjum og er spilað á það með boga.[1]

Fiðlan.
Brú á fíðlu.

Minnst er á hljóðfærið í þjóðsögu frá 16. öld en því er ekki lýst almennilega fyrr en í alfræðiriti Jóns Grunnvíkings frá 18. öld. Ekki er mikið vitað um hljóðfærið og var það ekki mikið notað eftir miðja 19. öld. Algengara var að fólk spilaði á langspil, sem er annað íslenskt strokhljóðfæri.[2]

Þjóðminjasafnið á þrjár íslenskar fiðlur, sú elsta frá um 1800.[1]

Hlekkir

breyta

Myndband sem sýnir hvernig leikið er á fiðluna.

Sjá einnig

breyta
  • Langspil – Annað íslenskt strokhljóðfæri

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Langspil and Icelandic Fiðla“ (PDF). Hildur Heimisdóttir. Sótt 16. september 2016.
  2. „Funi Bára Grímsdóttir & Chris Foster Icelandic folk music kan“. Funi Bára Grímsdóttir & Chris Foster Icelandic folk music kan. Sótt 17. september 2016.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.