Máltækni
(Endurbeint frá Tungutækni)
Máltækni eða tungutækni er þverfaglegt rannsóknarsvið sem fæst við þróun tækni sem byggist á tungumálum. Það er nátengt tölvunarfræði og málvísindum og nær yfir málgreiningu, tölvumálvísindi og taltækni. Máltækni er grunnur að notkun tungumáls í viðmóti tölva og leitarvélum, leiðréttingarforritum eins og stafsetningarforritum og málfræðiforritum, vélþýðingum, talgervingu og talkennslum og tölvustuddu tungumálanámi.