Viðmót er í tölvunarfræði mörk á milli tveggja hluta tölvukerfis sem upplýsingum eru miðlað yfir. Mörkin geta verið á milli hugbúnaðar, vélbúnaðar, jaðartækja og manneskja. Sum tölvutæki eins og snertiskjáar geta bæði sent gögn og tekið á móti þeim í gegnum viðmótið, en með öðrum tækjum eins og mýs og stýripinnar fara gögn í aðeins eina átt.

Viðmót skiptast í þrjár aðaltegundir: vélbúnaðarviðmót, hugbúnaðarviðmót og notandaviðmót. Vélbúnaðarmót er að finna í mörgum tölvuíhlutum, sérstaklega inntak- og úttakstækjum. Hugbúnaðarmót eru margvísleg og á mörgum stigum. Notandaviðmótið er samskiptapunkturinn á milli tölvunnar og notandans og getur falið í sér ólík samskiptaform, svo sem myndir, hljóð, hreyfingu og fleira.

Dæmi um viðmót:

  • GUI: Graphical user interface (hefðbundið notendaviðmót sem venjulegur notandi tölvu sér og stjórnar tölvu með; minna þekkt er text user interface, TUI, nokkrar fleiri tegundir eru til, t.d. er viðmót á símum, t.d. Android og iOS, yfirleitt ekki kallað GUI, en notast auðvitað við grafík, en hefðbundið ekki mús). Í sögulegu samhengi höfðu viðmót lítið með hljóð að gera, mesta lagi einfalt píp, og t.d. kvikmyndir ekki mögulegar, svo nafnið vísar frekar til grafíkur, þ.e. glugga, venjulega ferkantaðra, en nú orðið hefur hljóð mjög fjölbreittan sess í tölvum (t.d. fyrir blinda), sem úttak, og jafnvel inntak, t.d. hægt að stjórna mörgum tölvum (alla vega að hluta) með tali.
  • API: Application programming interface (forritunarviðmót, sem forritarar eiga við, en notendur sjá ekki; í sögulegu samhengi, milli falla í sama forriti, og þá alltaf keyrandi á sömu tölvu, en í seinni tíð notað yfir skylt hugtak web API, sem er strang til tekið ekki samheiti, er sérhæfðara hugtak, en að vissu leiti almennara, sem á við þegar keyrandi yfir vef, þ.e. þegar kallað er á fall í mögulega annarri tölvu)
  • ABI: Application binary interface (sem ekki skal rugla saman við API, skilgreinir skil á milli falla, flestir forritarar þurfa ekki að kunna skil á, hefur meira með þýðingu á forritum að gera, forritarar nota og skilgreina API, en notast óbeint við ABI; API byggir á ABI)
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.