Leitarvél

Leitarvél getur ýmist vísað til sérstakra vefja eða virkni á vefsíðu er hefur þá virkni að gera notandanum kleift að setja inn leitarorð eða -frasa og finna þær tilteknu síður sem innihalda það sem sóst er eftir. Þróaðri leitarvélar reyna að greina samhengi orða og orðasambanda í þeim tilgangi að birta eingöngu niðurstöður tengdar því sem notandinn var í raun að leita eftir, til að mynda með því að útiloka ótengdar merkingar orða.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.