Talgerving

(Endurbeint frá Talgervill)

Talgerving er aðferð innan máltækni til að láta tölvu lesa texta upphátt. Forrit sem lesur texta upphátt nefnist talgervill. Tal sem er myndað með talgervli heitir gervital.

Gervital má mynda með því að flétta saman brot af uppteknu tali. Lengd brotanna er mismunandi eftir kerfum: það gæti verið stakt hljóðan eða heil setning. Talgervill sem fléttir saman stök hljóðön getur lesið fleiri texta og textategundir en getur skort skýrleika. Á sérhæfðum notkunarsviðum getur verið hentugra að taka upp heila runu orða eða setninga til að hámarka skýrleika og gæði.

Gæði talgervils eru metin út frá hversu svipað gervitalið er mannsrödd og hversu skýrt gervitalið er. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim með lestruflanir kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma. Talgervlar hafa verið innifaldir í mörgum stýrikerfum frá tíunda áratugnum.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.