Tórínó

borg í Fjallalandi á Ítalíu
(Endurbeint frá Torino)

Tórínó (ítalska: Torino) er borg á Norður-Ítalíu í Fjallalandi (Piemonte) á vesturbakka árinnar . Íbúar sveitarfélagsins eru um 870.000 (2020) en heildarfjöldi á borgarsvæðinu er 2,2 milljónir. Rómverjar stofnuðu borgina árið 28 f.Kr. og eftir fall Rómaveldis ruddust Langbarðar til valda í borginni og síðan Frankar. Borgin varð hluti af hertogadæminu Savoja og höfuðborg þess ríkis 1563 og síðar konungsríkisins Sardiníu þegar það rann saman við hertogadæmið 1720. 1861 varð Tórínó svo höfuðborg sameinaðrar Ítalíu til 1865 þegar Flórens var gerð að höfuðborg. Borgin er mikil iðnaðarborg og verksmiðjur bílaframleiðandans Fiat voru stofnaðar þar 1899.

Horft yfir Tórínó með Alpafjöllin í baksýn.
Mole Antonelliana, Tórínó

Árið 2006 voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í borginni og nágrenni hennar. Borgin dregur nafn sitt af keltneskum þjóðflokki sem hafðist við á svæðinu áður en Rómverjar réðust þar inn.


Knattspyrnulið borgarinnar eru Juventus og Torino F.C..