Langbarðar

Langbarðar, svo nefndir sökum þess hve sítt þeir létu skegg sitt vaxa, voru germanskur þjóðflokkur frá Norður-Evrópu sem settist að við Dóná á Þjóðflutningatímabilinu, eftir langa ferð frá ósum Saxelfar, sem hófst á 2. öld e.Kr. Þaðan réðust þeir með öðrum þjóðflokkum inn í Ítalíu árið 568, undir stjórn Álfvins Langbarðakonungs. Þeir stofnuðu þar ríki sem náði yfir mestalla Ítalíu, að frátöldu Páfaríkinu sem náði yfir Róm og nærsveitir, og Sikiley og strandhéruðum Suður-Ítalíu sem heyrðu undir Býsantíum. Konungsríki Langbarða stóð til ársins 774, en þá lögðu Frankar það undir sig.

Alboin's Italy-it.svg

Helsta heimildin um sögu Langbarða er Historia gentis Langobardorum eftir Pál djákna sem var rituð á árunum frá 787 til 796.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.