Listamannalaun, einnig þekkt sem starfslaun listamanna, eru verkefnatengd starfslaun fyrir listamenn á Íslandi. Listamannalaunum er veitt úr sex sjóðum: launasjóði hönnuða, launasjóði myndlistarfólks, launasjóði rithöfunda, launasjóði sviðslistafólks, launasjóði tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda. Tilgangur starfslauna listamanna er að efla listsköpun á Íslandi[1].

Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands skipar þrjá menn í stjórn listamannalauna til þriggja ára í senn. Einn skal valinn samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, annar samkvæmt tilnefningu Listaháskóla Íslands og sá þriðji án tilnefningar[2]. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Starfslaun eru veitt til 6, 9, 12, 18 eða 24 mánuði. Til úthlutunar í heild eru 1600 mánaðarlaun. Samkvæmt fjárlögum 2017 voru starfslaun listamanna 370.656 krónur í verktakatekjur á mánuði[3]. Komi í ljós að listamaður, sem hlotið hefur starfslaun til lengri tíma en sex mánaða, sinni ekki því verkefni sem liggur til grundvallar úthlutun er stjórn listamannalauna heimilt að fella niður starfslaun [4].

Tilvísanir

breyta
  1. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/menntamalaraduneyti/nr/15688
  2. https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna
  3. http://www.visir.is/g/2017170109223
  4. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/menntamalaraduneyti/nr/15688